Allt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í álverið í Straumsvík á þriðja tímanum í dag eftir að skammhlaup varð í rafstreng sem liggur frá tölvuhúsi í skrifstofuhús. Þegar fyrsti bíll mætti á vettvang var stærsta hluta slökkviliðs snúið við en tveir bílar fóru á vettvang.
Bjarni Már Gylfason upplýsingafulltrúi Rio Tinto í Straumsvík segir að engin hætta hafi verið á ferðum og enginn eldur hafi kviknað. „Slökkviliðið var kallað til í öryggisskyni, þetta var fyrst og fremst öryggisráðstöfun,“ segir hann en reykur kom vegna skammhlaupsins.
Fréttin hefur verið uppfærð