Áfram hlýjast á Norðausturlandi

Það verður skýjað á Suðurlandi í dag en viðrar vel …
Það verður skýjað á Suðurlandi í dag en viðrar vel fyrir norðan og á Norðausturlandi mbl.is/Eggert

Áfram verður hlýjast á landinu fyrir norðan og á Norðausturlandi í dag sem og inn til landsins. Víða verður léttskýjað en skýjað verður á Suðurlandi og skúrir á stöku stað síðdegis. Búist er við því að hitinn gæti farið í 10 til 25 stig á Norðausturlandi. 

Íbúar og ferðamenn í Borgarfirði og á Snæfellsnesi geta einnig vel við unað en þar verður léttskýjað í dag og spáð er 19 stiga hita á Hvanneyri. 

Vestfirðingar geta sömuleiðis sólað sig í dag en þegar líður á daginn verður heiðskírt og spáð er 16 stiga hita í Bolungarvík. 

Suðaustan kaldi SV- og V-lands, annars hægari vindur. Víða léttskýjað, en skýjað á S-landi og stöku síðdegisskúrir NV-til á landinu. Hiti fer í 15 til 25 stig þegar best lætur, hlýjast á NA-landi. Svipað veður á morgun. Ákveðin austanátt og bjart veður á miðvikudag, en skýjað við SA- og A-ströndina. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. 

Sjá veðurvef mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert