John Snorri er kominn í þriðju búðir

John Snorri dvelur nú undir klettsyllu í 20 gráðu halla …
John Snorri dvelur nú undir klettsyllu í 20 gráðu halla við þriðju búðir. Stefnan er tekin á toppinn á fimmtudag. Ljósmynd/Líf styrktarfélag

John Snorri Sigurjónsson, sem reynir nú að klífa fjallið K2, er kominn í þriðju búðir. Snjóflóð lenti á þeim búðum fyrir nokkru og enn er óljóst hvort búnaður hópsins, sem búið var að koma fyrir á milli þriðju og fjórðu búða, sé enn á sínum stað. Hópurinn stefnir á toppinn 27. júlí. 

John Snorri er búinn að koma sér fyrir undir klettsyllu í 20 gráða halla og vonast með því til þess að komast hjá því að lenda fyrir snjóflóði. Snjóflóð eru tíð við þriðju búðir á K2. Hópurinn var í smá erfiðleikum við það að tjalda en meðan á tjöldun stóð fylltist tjaldið af snjó.

Ferðin frá öðrum búðum í þær þriðju tók 6 klukkustundir …
Ferðin frá öðrum búðum í þær þriðju tók 6 klukkustundir og er John Snorri ánægður með daginn. Ljósmynd/Líf styrktarfélag

Stefna á toppinn á fimmtudag

Ferðin upp í þriðju búðir tók 6 klukkustundir og kveðst John Snorri sáttur við daginn. Hópurinn þessa stundina samanstendur af John Snorra, tveimur mönnum frá Kína og þremur sherpum. Fleiri eru á sömu leið, tvö frá Bandaríkjunum og einn frá Sjanghæ í Kína. Eina konan í hópnum er bandarísk og stefnir hún á að verða fyrsta konan frá Bandaríkjunum á topp fjallsins.

Hópurinn mun dvelja í þriðju búðum í tvær nætur og halda svo af stað í þær fjórðu. Búast má við að sú för verði þeim erfið viðureignar þar sem farið er yfir mjög hættulegt svæði á þeirri leið. Stefnt er á toppinn fimmtudaginn 27. júlí en veðurspáin lofar góðu þann dag. Gangi það eftir verður John Snorri fyrsti Íslendingurinn sem toppar K2. Talið er að um 240 manns hafi tekist að klífa fjallið sem talið er það næsthættulegasta í heimi.

Veður er ekki gott þessa stundina en veðurspáin lofar góðu …
Veður er ekki gott þessa stundina en veðurspáin lofar góðu fyrir fimmtudag. Ljósmynd/Líf styrktarfélag

Á heimasíðu Lífsspors er hægt að fylgjast með nákvæmri staðsetningu John Snorra í gegnum leiðangurinn.

Einnig er hægt er að fylgjast með förinni á Facebook-síðu leiðangursins. Á heimasíðu Lífsspors eru allar upplýsingar um söfnunina sem er í gangi en John Snorri safnar áheitum fyrir Líf styrktarfélag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert