Námsgögn barna verði án endurgjalds

Námsgögn verði útveguð og jafnvel geymd í skólunum.
Námsgögn verði útveguð og jafnvel geymd í skólunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það virðist stefna í að allt eigi að vera ókeypis fyrir alla,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands sveitarfélaga.

Vísar hann til þess að bæjarráð Mosfellsbæjar, fræðsluráð Hafnarfjarðar og grunnskóli Snæfellsbæjar hafa nú samþykkt að framvegis verði grunnskólabörnum í sveitarfélögunum veittur nauðsynlegur hluti ritfanga og námsgagna þeim að kostnaðarlausu.

Áður höfðu Ísafjarðarbær og Sandgerði riðið á vaðið með ókeypis námsgögn. Einnig munu Borgarbyggð og Reykjanesbær bjóða upp á ókeypis námsgögn frá og með haustinu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert