Ný bryggja við Fáskrúðsfjarðarhöfn

Bryggjan í smíðum í Fáskrúðsfirði.
Bryggjan í smíðum í Fáskrúðsfirði. mbl.is/Albert Kemp

Ný bryggja er í smíðum við Fáskrúðsfjarðarhöfn og er ráðgert að byggingu hennar ljúki í september nk. Bryggjan er 90 metra löng og um tíu metra dýpi er við hana.

Bryggjan er við nýbyggingu Loðnuvinnslunnar sem hýsir nýja frystiklefa fyrirtækisins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Þetta er dálítið sérstök bryggja að því leyti að hún er úr steyptum einingum. Þetta er staurabryggja, en þó ekki úr timbri. Það eru stálstaurar og svo er steypt í þá,“ segir Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafnar. Er þessi leið farin vegna dýptar hafnarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert