Viðhald á leikskólum óviðunandi

Myndin sýnir myglu í veggjum leikskólans Kvistaborgar í Reykjavík. Leikskólastjóri …
Myndin sýnir myglu í veggjum leikskólans Kvistaborgar í Reykjavík. Leikskólastjóri segir að vitað hafi verið um leka á leikskólanum lengi.

„Það er alveg ljóst og vitað að ástand leikskólabygginga er mjög slæmt og við höfum fengið ábendingar um slæmt viðhald bæði frá leikskólastjórum og eins frá foreldrum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Fulltrúar flokksins í borginni óskuðu eftir upplýsingum um ástand og viðhald á leikskólum Reykjavíkurborgar á síðasta fundi borgarráðs. „Við fulltrúar í Sjálfstæðisflokknum í skóla- og frístundaráði höfum verið að heimsækja leikskóla borgarinnar og fengið ábendingar um vanrækt viðhald og mjög slæmt ástand víða,“ segir Marta í Morgunblaðinu í dag, en hún vonast eftir því að fá svör frá Reykjavíkurborg á næsta fundi borgarráðs.

„Ég vona að þetta taki ekki langan tíma því nú fara allir leikskólarnir að koma úr sumarfríi. Það er best að allt viðhald fari fram þegar það er ekki starfsemi í skólanum, en fyrst þurfum við að fá að vita hvernig eigi að forgangsraða og hvort það sé vilji til að fara í endurbætur,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert