Grænlita Grafarlæk

Grafarlækur verður grænn í dag í tilraunaskyni.
Grafarlækur verður grænn í dag í tilraunaskyni. mbl.is/Reykjavíkurborg

Enn hefur ekki tekist að finna hvaðan olían í Grafarlæk kemur, en um hádegisbil í dag verður litarefni sett í lagnirnar hjá Veitum til að rekja mögulegar leiðir mengunarinnar.

Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að íbúar megi búast við skærgrænum lit í Grafarlæk og innst í Grafarvogi.

Efnið sem veldur litbrigðunum er fluorescein sodium salt sem er skaðlaust og eyðist í náttúrunni á innan við sólarhring. Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða, segir að unnið sé hart að því að finna uppruna olíunnar, en embættið hafi ekki haft erindi sem erfiði. Vonast er til þess að hægt sér að endurrekja ferðir litarefnisins að uppruna olíunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert