Ítrekað brotið á leiðsögumönnum

Ferðamenn í hóp stoppa á Ingólfstorgi til að hlusta á …
Ferðamenn í hóp stoppa á Ingólfstorgi til að hlusta á leiðsögumann segja frá staðnum. Fyrirtæki í ferðaþjónustunni hafa ekki verið að greiða laun samkvæmt kjarasamningum að mati félags leiðsögumanna. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Leiðsögn - félag leiðsögumanna hefur nú ítrekað kröfur sínar til launagreiðenda leiðsögumanna um skyldur til að greiða leiðsögumönnum að lágmarki laun samkvæmt kjarasamningi ásamt iðgjöldum til sjóða félagsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Leiðsögn hefur félagið undir höndum vísbendingar þess efnis að leiðsögumönnum, einkum nýliðum og erlendum borgurum, en einnig reyndum leiðsögumönnum, séu boðin óviðunandi kjör sem ekki eru í samræmi við kjarasamninga.

„Við höfum verið að sjá samninga um jafnaðarkaup allt niður í 1.500 kr. á tímann. Innifalið í því er meðal annars kvöld- og helgarvinna,“ segir Indriði H. Þorláksson, formaður Leiðsagnar. Hann segir einnig að erfitt hafi verið að fá viðkomandi aðila til að afhenda nauðsynleg gögn. Fyrirtæki hafa þá einnig vanrækt að greiða iðgjöld í sjóði félagsins, meðal annars í sjúkrasjóð.

„Lögin mæla fyrir um það að ekki sé hægt að bjóða verri grunnkjör en mælt er fyrir um í viðeigandi kjarasamningi,“ segir Magnús Norðdahl, lögmaður Alþýðusambands Íslands sem Leiðsögn á aðild að, segir lagagrundvöllinn skýran, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert