Lundaralli frestað vegna bilunar

Lundanum, sem stundum er kallaður prófasturinn og er sagður ljúfastur …
Lundanum, sem stundum er kallaður prófasturinn og er sagður ljúfastur fugla, fylgir alltaf rómantík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki tókst að ljúka lundaralli II þar sem holumyndavél bilaði að sögn Ingvars Atla Sigurðssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Suðurlands. Hann segir að hin myndavélin sem notuð er hafi bilað í fyrra rallinu.

„Við náðum ekki að skoða varpárangur í Grímsey á Steingrímsfirði, í Vigur, Elliðaey á Breiðafirði, Dyrhólaey og í Vestmannaeyjum. Varpið í Eyjum er í seinna lagi svo vonandi fáum við myndavélina sem fyrst úr viðgerð,“ segir Ingvar Atli í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir ástandið nokkuð gott fyrir norðan, en þó aðeins lakara en í fyrra. En taka verði með í reikninginn að ástandið var mjög gott á síðasta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert