Ökklabrotin göngumaður á Arnarstapa

mbl.is/Eggert

Björgunarsveitir Landsbjargar eru að aðstoða göngufólk í vanda á þremur stöðum nú í kvöld, ásamt því að hópar standa vaktina á þremur stöðum á hálendinu og í Skaftafelli.

Rétt fyrir átta var tilkynnt um ökklabrotinn göngumann á gönguleiðinni á milli Arnarstapa og Hellna á Snæfellsnesi og er björgunarsveit frá Snæfellsnesi að koma manninum að sjúkrabíl.

Upp úr átta voru björgunarsveitir frá Egilsstöðum og Seyðisfirði kallaðar úr vegna konu sem er villt í þoku í Seyðisfirði. Á sama tíma er björgunarsveit frá Hvolsvelli að fylgja eftir ábendingu um örmagna göngumann á Fimmvörðuhálsi.

Uppfært: 23:40  Öklabrotna göngumanninum við Arnarstapa var komið í sjúkrabíl upp úr klukkan níu og eftirgrennslan á Fimmvörðuhálsi hefur verið hætt í samráði við lögreglu.

Þá hafa björgunarsveitir einnig fundið konuna sem villtist í þoku á Seyðisfirði og er hún nú á leið til byggða ásamt björgunarsveitarfólki.

Björgunarsveitarmenn í Lífsbjörg nota sexhjól til að koma ökklabrotnum göngumanninum …
Björgunarsveitarmenn í Lífsbjörg nota sexhjól til að koma ökklabrotnum göngumanninum í sjúkrabíl. Ljósmynd/Lífsbjörg Snæfellsnesi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert