Sorptunnur yfirfullar í Þorlákshöfn

Þorlákshafnarbúar kvarta á netinu.
Þorlákshafnarbúar kvarta á netinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Töluverð óánægja er með nýtt fyrirkomulag sorphirðu í Þorlákshöfn. Í umræðuhópi íbúa á Facebook hafa margir lýst því að sorptunnur þeirra séu yfirfullar og illa lyktandi.

Sú nýbreytni var gerð í sveitarfélaginu Ölfusi í vor að hvert heimili fékk tunnu ætlaða undir plastflokkun, auk íláts undir lífrænan úrgang.

Almennt sorp er nú hirt á þriggja vikna fresti, en plast og pappi á sex vikna fresti. Áður var almennt sorp hirt aðra hverja viku og pappi mánaðarlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert