Unnið ítarlega að breytingum

Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. mbl.is/RAX

Nákvæmra áætlana varðandi breytingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í kjölfar úttektar á vegum Embættis landlæknis á stofnuninni er að vænta ágúst eða september, segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Stofnunin skilaði nýlega samantekt til velferðarráðuneytisins eftir að ráðuneytið óskaði eftir afstöðu og viðbrögðum frá heilbrigðisstofnuninni við skýrslu á vegum landlæknisembættisins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í úttækt Embættis landlæknis á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja er m.a. bent á að stefnumörkun og stjórnun stofnunarinnar uppfylli í mörgum tilfellum ekki kröfur um góða stjórnun og stefnumörkun. Þá sé erfitt að meta gæði og öryggi þjónustu stofnunarinnar og að mönnun lækna og hjúkrunarfræðinga er „ónóg“, segir í úttektinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert