John Snorri lagður af stað á toppinn

John Snorri er lagður af stað á toppinn á fjallinu …
John Snorri er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2 sem talið er næst hættulegasta fjall heims. Lífsspor á K2/Facebook

John Snorri Sigurjónsson er lagður af stað á toppinn á fjallinu K2. Áætlað er að förin taki um 10 klukkustundir. Búast má við næstu fréttum frá hópnum um klukkan 5 í nótt að íslenskum tíma. 

Talið er að aðeins um 240 einstaklingar hafi náð á toppinn, í samanburði hafa rúmlega 4.000 toppað Everest. John Snorri verður fyrstur Íslendinga til þess að vinna þetta gífurlega afrek, takist honum ætlunarverk sitt. 

Hópurinn samanstendur af 14 einstaklingum og hefur einn í hópnum áður náð á toppinn. John Snorri sendir landsmönnum kveðju í gegnum Facebook-síðu leiðangursins sem sjá má hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert