Júlíhitametin falla hvert af öðru

Veðurblíða í miðborginni.
Veðurblíða í miðborginni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Í hitabylgjunni sem gengið hefur yfir landið á Norður- og Austurlandi undanfarið hafa júlíhitamet fallið á nokkrum sjálfvirkum stöðvum sem athugað hafa í 17 ár eða meira, segir Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Á þetta t.d. við stöðvarnar á Ólafsfirði, Siglufirði, í Ásbyrgi, við Mývatn og á Vaðlaheiði, en á öllum þessum stöðvum hefur verið athugað frá því fyrir aldamót. Sama á við um stöðvar Vegagerðarinnar á Hálsum, Öxnadalsheiði, Hólasandi, Mývatnsheiði, Steingrímsfjarðarheiði og Siglufjarðarvegi.

Árshitamet hafa ekki verið slegin á þessum stöðvum, nema á Siglufjarðarvegi, en þar fór hiti í 25,7 stig á þriðjudaginn sem er það hæsta sem mælst hefur þar frá upphafi mælinga 1995, að því er fram kemur í umfjöllun um júlíveðrið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert