Óalgengt að þolendur leiti aðstoðar

Ljósmynd/BSRB

Auka þarf umræðu um áreitni í samfélaginu og bæta þekkingu starfsmanna og yfirmanna, að mati BSRB. Félagið segir óalgengt að þolendur kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni og ofbeldi sem vitað sé að þrífst á vinnustöðum leiti sér aðstoðar.

Þetta kemur fram í frétt á vef BSRB.

Þar segir að gagnkvæm virðing í samksiptum á vinnustað sé sjálfsagður réttur alls launafólks, sem þýðir að starfsmenn eigi að njóta skilyrðislausrar verndar fyrir kynbundinni og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

„Afleiðingar af áreitni og ofbeldi af þessu tagi geta verið ýmiskonar, bæði fyrir einstaklingana sem verða fyrir því, fyrir vinnustaðina og samfélagið í heild. Áhrif á einstaklingana geta til dæmis komið fram í verri heilsu, streitu, þunglyndi, niðurlægingu og pirringi. Þá getu áreitni og ofbeldi haft í för með sér tekjutap fyrir þá sem fyrir því verða.

Nýlega tóku gildi nýjar reglur sem ganga lengra í að verja starfsmenn en áður. Þannig er það til að mynda skylda vinnuveitenda að vernda starfsmenn sína fyrir áreiti af hendi þriðja aðila, til dæmis viðskiptavina. Þá verða vinnuveitendur að bregðast við til að tryggja góða líðan starfsmanna þegar kvartað er yfir áreiti, hvort sem niðurstaða athugunar leiðir í ljós að um áreiti hafi verið að um áreiti hafi verið að ræða eða ekki,“ segir í fréttinni.

Hér er að finna bækling um kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert