Yfir 20 stiga hiti í Reykjavík

Borgarbúar njóta nú veðurblíðunnar.
Borgarbúar njóta nú veðurblíðunnar. mbl.is/Hanna

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu njóta sumarblíðunnar í dag, en klukkan eitt mældist hitinn í Reykjavík 20,1 stig. Hæsti hiti sem hefur mælst á landinu í dag, samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands, er 22,7 stig á Þingvöllum. 

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun hitinn á höfuðborgarsvæðinu haldast yfir 20 stig fram á kvöld ef fram heldur sem horfir.

Annars eru veðurhorfur fyrir landið svohljóðandi:

Norðaustan 5-13 metrar á sekúndu, en 10-20 m/s suðaustan til í dag, hvassast við Öræfajökul. Skýjað og víða rigning á köflum austan til og sums staðar við norðurströndina. Annars léttskýjað að mestu. Hiti 8 til 23 stig, hlýjast vestanlands, en svalast á norðausturhorninu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert