Mestur hiti á Þingvöllum í gær eða 23,6 gráður

Hlýtt var á Þingvöllum í gær.
Hlýtt var á Þingvöllum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hitinn í höfuðborginni náði 22 gráðum rétt fyrir klukkan þrjú í gær og nýttu margir sér sólina til útiveru og sólbaða. Sól og sumarveður var á flestum stöðum á landinu en mestur hiti mældist á Þingvöllum en þar fór hitinn upp í 23,6 gráður.

Að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands má leiða líkur að því að áfram verði heitt á höfuðborgarsvæðinu en gæti kólnað fljótlega eftir helgi.

Veðurhorfur næstu daga gera ráð fyrir norðaustan 5-13 m/s, hvassast norðvestanlands og með austurströndinni. Skýjað og væta verður á köflum norðan- og austanlands en annars verður yfirleitt bjartviðri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert