Nokkrir metrar upp á topp

John Snorri.
John Snorri. Ljósmynd/Líf styrktarfélag

John Snorri Sigurjónsson er kominn í 8.535 metra hæð á fjallinu K2 sem þýðir að hann á um 76 metra eftir upp á topp samkvæmt nýjustu GPS-mælingum sem voru kl. 8:12. Fjallið K2 er 8.611 metra hátt og er eitt það erfiðasta og hættulegasta í heimi. 

John Snorri freistar þess að verða fyrstur Íslendinga upp á topp fjallsins. Hann lagði af stað um klukkan 17 að íslenskum tíma í gær. Samkvæmt áætlunum hugðist hann ná upp á topp um klukkan sjö í morgun en fjallið er óútreiknanlegt eins og John hefur áður þurft að reyna. Þegar hann gekk úr búðum þrjú og upp í þær fjórðu tók það helmingi lengri tíma en upphaflega áætlunin gerði ráð fyrir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert