KSÍ skoðar að byggja allt að 20 þúsund manna leikvang

Á þessari tillögu eru stúkur yfirbyggðar allan hringinn. Nú eru …
Á þessari tillögu eru stúkur yfirbyggðar allan hringinn. Nú eru nokkrar útfærslur í skoðun. Samsett mynd/Bjarni Snæbjörnsson arkitekt og Þorvaldur Örn Kristmundsson

Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, segir nokkrar útfærslur af stækkun Laugardalsvallar í skoðun. Til skoðunar sé að hafa 10 til 20 þúsund sæti. Neðri mörkin miðist við núverandi fjölda sem er um 10 þúsund sæti.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Guðni þessar útfærslu fela í sér mismunandi byggingarmagn. Til greina komi að hafa völlinn án þaks eða yfirbyggðan. Þá sé í skoðun að hafa leikvanginn í óbreyttri mynd, en með ákveðnum lagfæringum. Þær verði að koma til. KSÍ sé enda á undanþágu með völlinn.

„Það er búið að kynna málið frekar fyrir hagsmunaaðilum. Þar er þetta í frekari skoðun. Það er verið að skoða mögulegar sviðsmyndir. Það er verið að fara yfir málið hjá Reykjavíkurborg og ríkisvaldinu. Þegar hlutirnir fara aftur í gang, þegar sumarið fer að styttast í annan endann, verður frekari frétta að vænta. Væntanlega er ákvörðun þá tekin um framhaldið.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert