„Veldur straumhvörfum“

Meðferðin gengur út á að breyta genum hvítra blóðkorna svo …
Meðferðin gengur út á að breyta genum hvítra blóðkorna svo þau geti ráðist á krabbameinsfrumur. Ljósmynd/Getty Images/iStockphoto

Ný meðferð við bráðaeitilfrumuhvítblæði verður að öllum líkindum samþykkt af Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna á næstunni, en hún er sérstök fyrir þær sakir að hún byggist á genabreytingu líkamsfrumna.

Ein breytt fruma er sögð geta deytt um hundrað þúsund krabbameinsfrumur, en rannsókn leiddi í ljós að af 63 sjúklingum sem þáðu meðferðina náðu 52 þeirra sjúkdómsdvala (e. remission), en ellefu létust úr sjúkdómnum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, öll helstu lyfjafyrirtæki beina athygli sinni að krabbameinslækningum af þessum toga, en útlit er fyrir að alþjóðlega lyfjafyrirtækið Novartis verði fyrst til að fá markaðsleyfi fyrir hinni nýju lækningaraðferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert