Dópuð og með þýfi í Álfheimum

Parið var búið að koma sér fyrir í bílageymslu Álfheimum …
Parið var búið að koma sér fyrir í bílageymslu Álfheimum og neytti þar fíkniefna þegar lögregla handtók þau um klukkan 21:30 mbl.is/Brynjar Gauti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók par í Álfheimum um hálf tíu í gærkvöldi. Fólkið, sem var ölvað, hafði komið sér fyrir í bílageymslu og nýbúið að nota fíkniefni þegar lögregla kom á vettvang. 

Samkvæmt dagbók lögreglu var parið með fartölvu á sér sem talið er að sé þýfi. Þau gista fangageymslu lögreglunnar vegna rannsóknar á því hvaðan þýfið kom.

Á sjöunda tímanum í gærkvöldi handtók lögreglan mann í mjög annarlegu ástandi við Hlemm og um svipað leyti annan mann í svipuðu ástandi í bílageymslu í Mánatúni. Þeir gista báðir fangageymslur lögreglunnar vegna ástands.

Í nótt var tilkynnt um par sem var að brjótast inn í bifreiðar í Seljahverfi. Parið, sem var í annarlegu ástandi, var handtekið og gistir fangageymslur lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert