Skilji ekki lyklana eftir í stórum bílum

Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Berlín, tók í gærkvöldi þátt …
Martin Eyjólfsson, sendiherra Íslands í Berlín, tók í gærkvöldi þátt í að tjalda fyrir hátíðina. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur að undanförnu sett sig í samband við eigendur stærri bíla á eyjunni, eins og vörubíla, vöruflutningabíla og trukka, til þess að brýna fyrir þeim að ganga tryggilega frá bílum sínum, læsa þeim og skilja lyklana ekki eftir í þeim meðan á þjóðhátíð í Eyjum stendur.

Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi í Vestmannaeyjum, segir að þetta sé sjálfsögð öryggisráðstöfun hjá lögreglunni. „Það er reyndar bundið í umferðarlögum að þú átt að ganga þannig frá ökutæki að enginn óviðkomandi komist í það. Ég held að allir geri sér grein fyrir því hvers vegna við grípum til svona brýningar núna,“ sagði Tryggvi í samtali við Morgunblaðið í gær.

„Þetta er öryggisráðstöfun okkar vegna þeirra hörmulegu atburða sem hafa gerst víða um Evrópu og við getum auðvitað ekki útilokað að slíkt geti gerst hér,“ sagði Tryggvi.

Hann segir að almennt hafi eigendur ökutækjanna sem haft hefur verið samband við tekið þessum tilmælum lögreglunnar afskaplega vel. „Flestir þeirra sem eiga þessa stóru og miklu trukka ganga alla jafna frá þeim með kirfilegum hætti. Menn þurfa að búa yfir talsverðri þekkingu til þess að geta ekið þeim og eins eru töluverð verðmæti í þeim fólgin,“ sagði Tryggvi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert