Á 172 km/klst hraða á Reykjanesbraut

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mældi á þriðja tímanum í nótt bifreið sem ekið var á 159 km/klst hraða á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Hóf lögreglan þegar eftirför og stöðvaði ökumaður loks för sína við Stapabraut.

Samkvæmt dagbók lögreglu er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis og fyrir að hafa ekið sviptur ökuréttindum.

Við aðra mælingu meðan á eftirförinni stóð var bifreiðin mæld á 172 km/klst hraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert