Annie Mist með brons á heimsleikunum

Annie Mist endaði í þriðja sæti í keppninni og Katrín …
Annie Mist endaði í þriðja sæti í keppninni og Katrín Tanja í því fimmta.

Annie Mist Þórisdóttir náði þriðja sæti á heimsleikunum í crossfit  í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um sem fram fóru nú um helgina. Keppt er um titilinn hraustasta kona heims. Íslenskir keppendur voru í 3-5. sæti og vöktu sem fyrr verðskuldaða athygli fyrir árangur á mótinu.

Annie var í öðru sæti í síðustu grein leikanna og náði þar með að tryggja sér þriðja sætið sem hún hafði náð fyrir þessa grein. Endaði hún með 964 stig í heildarkeppninni. Með þessum árangri hefur Annie fimm sinnum endað á palli á heimsleikunum, oftar en nokkur önnur kona. Þar af hefur hún unnið keppnina tvisvar.

Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir sigraði í síðustu greininni og endaði í fjórða sæti með 944 stigog Katrín Tanja Davíðsdótt­ir sem var sigurvegari keppninnar í fyrra endaði í fimmta sæti.

Tia-Clair Toomey frá Ástralíu endaði sem sigurvegari í heildarkeppninni með 994 stig, en samlanda hennar Kara Webb varð í öðru sæti með 992 stig eftir æsispennandi endasprett þar sem aðeins munaði einu skrefi á því hvor þeirra yrði á undan í mark sem hefði væntanlega breytt niðurstöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert