Góða veðrið skilar sér í stemningu

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Komið er að fjórða kvöldi þjóðhátíðar í Eyjum en þetta er ein stærsta þjóðhátíð frá upphafi. Hátíðargestir hafa verið sérlega heppnir með veður hingað til og var enginn breyting á því í dag.

Ljósmyndari mbl.is gerði sér ferð niður í Vestmannaeyjabæ. Hann segir að veðrið í dag hafi verið frábært; 17 gráðu hiti, sól og blíða. Það hafi skilað sér í stemningunni og virtust allir ánægðir með að vera staddir í Eyjum. 

Að neðan má sjá myndir sem ljósmyndari mbl.is tók í bænum. 

mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert