Götulokanir á Akureyri vegna tónleika

Margt skemmtilegt hefur verið í boði á Akureyri alla helgina …
Margt skemmtilegt hefur verið í boði á Akureyri alla helgina á Einni með öllu. Í kvöld er svo komið að stórtónleikum og flugeldasýningu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Í kvöld frá 20:30 til 00:30 verður nokkrum götum á Akureyri lokað vegna tónleika sem haldnir eru á Samkomuhússflötinni sem er neðan við leikhúsið. Meðal annars verður Drottningarbraut lokuð fyrir gegnumakstur frá Kaupvangsstræti að Leiruvegi.

Aftur á móti verður opin hjáleið fyrir þá sem þurfa að fara austur út úr bænum eftir Miðhúsabraut og niður að Drottningarbraut og þá leið að Leiruvegi. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá þessu á Facebook. Við lok tónleikanna verður haldin flugeldasýning.

Í dag var meðal annars keppt í brekkusprett á hjóli, …
Í dag var meðal annars keppt í brekkusprett á hjóli, en farið var upp Gilið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Greta Salome spilaði á hátíðinni í gær.
Greta Salome spilaði á hátíðinni í gær. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Jafnfram biður lögreglan alla ökumenn að sýna gangandi umferð tillitsemi og þolinmæði, en búast má við margmenni við tónleikasvæðið í kvöld.

Á tónleikunum í kvöld koma meðal annars fram AmabAdama, 200.000 Naglbítar og Úlfur Úlfur.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert