Íslendingarnir klárir í síðasta daginn

Annie Mist og Katrín Tanja skipa fjórða og sjötta sæti …
Annie Mist og Katrín Tanja skipa fjórða og sjötta sæti keppninnar eins og staðan er núna.

Þriðji og síðasti keppnisdagur heimsleikanna í crossfit er í þann mund að hefjast í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum, en þar keppa sex Íslendingar í einstaklingsflokkum. Tvö íslensk lið hófu keppni í liðakeppni leikanna, en lið Crossfit Reykjavík þurfti í gær að draga sig úr keppni.

Íslensku keppendurnir eru tilbúnir í þennan seinasta dag, en þau hafa deilt myndum á Instagram-síður sínar í morgun og kvaðst vera klár í slaginn. 

One last day to fight like hell. LET'S GO! 💥❤️🔥

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 6, 2017 at 5:15am PDT

One more day... bring it ON

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Aug 5, 2017 at 10:03pm PDT

Last day of comp! Here we go! #enjoythejourney

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 6, 2017 at 3:34am PDT

Last day! 💥 Let's rock n' roll! 🤙😎 - #smallbutmighty @crossfitgames #crossfitgames #crossfit

A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Aug 6, 2017 at 5:34am PDT


Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir er í þriðja sæti í ein­stak­lingskeppni kvenna en Annie Mist Þóris­dótt­ir skip­ar fjórða sætið eft­ir spenn­andi keppni í gær. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í sjötta sæti.

Í karla­flokki er sig­ur­veg­ar­inn frá því í fyrra, Banda­ríkjamaður­inn Mat­hew Fraser, með nokkuð gott for­skot í fyrsta sæti með 850 stig en Björg­vin Karl Guðmunds­son er nú í 7. sæti í heild­ar­keppn­inni með 584 stig.

Hilm­ar Harðar­son er í öðru sæti í heild­ar­keppni karla 60 ára og eldri með 476 stig.

Lið Cross­fit Reykja­vík þurfti í dag að draga sig úr keppni á leikunum eft­ir að Hilm­ar Árna­son­, einn sex ein­stak­linga í liðinu, fékk tak í bakið í upp­hit­un fyr­ir tí­undu keppn­is­grein leik­anna og gat liðið því ekki tekið þátt.

Hér er hægt að skoða dag­skrá keppn­inn­ar í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert