Leggja þarf línur fyrir myndbirtingu á börnum

Atvikið mun hafa átt sér stað milli hálf tíu og …
Atvikið mun hafa átt sér stað milli hálf tíu og tíu á mánu­dags­morg­un. Rax / Ragnar Axelsson

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndar, segir að Barnavernd muni óska eftir upplýsingum frá lögreglu um birtingu myndar af einstaklingi sem er talinn vera undir lögaldri vegna atviks sem átti sér stað í Breiðholtslaug. Hann segir að leggja þurfi línurnar fyrir mál af þessu tagi. 

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur borist kæra vegna einstaklings sem grunaður er um kyn­ferðis­brot gagn­vart ung­um dreng í sturtu­klefa Breiðholts­laug­ar síðastliðinn mánu­dag. Ekki hefur verið staðfest að sá grunaði sé undir lögaldri en samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins er um 16 ára dreng að ræða. 

„Málið er þannig vaxið að mér hefur verið tjáð að um barn sé að ræða en ég hef ekki fengið það staðfest,“ segir Bragi. 

Hann segir mikilvægt að skýrar reglur séu í gildi, ef rétt reynist hafi barn orðið þolandi og koma þurfi í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 

„Ég býst við að það verði samræða á milli lögreglu og Barnaverndar með aðkomu ríkissaksóknara vegna þess að hann setur reglur er varða rannsókn mála. Mér finnst eðlilegt að það gildi viðmiðunarreglur í þessum efnum sem miða meðal annars að því að vernda börn.

Bragi segist ekki vera kunnugt um að samskonar mál hafi komið upp áður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert