Lokagrein heimsleikanna í beinni

Katrín Tanja Davíðsdóttir á titil að verja á heimsleikunum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir á titil að verja á heimsleikunum. Ljósmynd/Crossfit Games

Lokagreinin á heimsleikunum í crossfit hefst núna klukkan 21:20 að íslenskum tíma, en keppnin sjálf fer fram í Madi­son í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um. Þrjár íslenskar konur eiga möguleika á að enda á palli, en það virðist nokkuð fjarlægur draumur að Björgvin Karl Guðmundsson, sem er í fimmta sæti í karlaflokkinum, nái upp í verðlaunasæti í síðustu greininni. Fylgjast má með beinni útsendingu frá leikunum hér að neðan.

Konurnar hefja leik, en þar eru þær Annie Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir í 3-5. sæti. Annie Mist er 50 stigum á eftir Kara Webb sem er í öðru sæti með 920 stig. 

Í karlaflokki er Mathew Fraser öruggur með sigurinn en hann er með 1.038 stig og er 210 stigum á undan næsta manni, Brent Fikowski sem er með 828 stig. Björgvin er með 714 stig sem fyrr segir í fimmta sæti.

Staðan í kvennaflokki:

1. Tia-Clair toomey - 926 stig
2. Kara Webb - 920 stig
3. Annie Þórisdóttir - 870 stig
4. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir - 844 stig
5. Katrín Tanja Davíðsdóttir - 830 stig

Staðan í karlaflokki:

1. Mathew Fraser - 1.038 stig
2. Brent Fikowski - 828 stig
3. Ricky Garard - 872 stig
4.Patrick Vellner - 728 stig
5. Björgvin Karl Guðmundsson - 714 stig

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert