Snéri við skömmu eftir flugtak

Vél Icelandair var snúið við skömmu eftir flugtak vegna bilunar. …
Vél Icelandair var snúið við skömmu eftir flugtak vegna bilunar. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Boeing 757 vél Icelandair sem var á leið til Helsinki á fimmta tímanum í dag var snúið við eftir stutt flug og lenti hún aftur á Keflavíkurflugvelli skömmu seinna. Önnur vél hefur verið fengin til að fljúga með farþegana núna seinna í kvöld til Helsinki. Rúv sagði fyrst frá.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við mbl.is að upp hafi komið bilun í vélinni og flugstjóri ákveðið að snúa við. Ekki sé vitað á þessari stundu um hvers konar bilun sé að ræða en það sé í skoðun.

Hann segir að svo vel hafi viljað til Icelandair hafi haft aðra vél til reiðu sem hægt var að nota síðar í kvöld og því sé brottför klukkan tíu í kvöld og komast allir farþegarnir þar með á áfangastað.

Vélin var aðeins komin stutt yfir Suðurland þegar henni var …
Vélin var aðeins komin stutt yfir Suðurland þegar henni var snúið við. Mynd/Flightradar 24
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert