Þyrla sótti alvarlega veikan mann

Frá vettvangi.
Frá vettvangi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út upp úr klukkan eitt í dag til að sækja alvarlega veikan mann að Apavatni. Höfðu björgunarsveitir verið kallaðar út að svæðinu, en erfitt var að komast að manninum þar sem hann lá í brattri hlíð.

Hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús, en ekki er vitað nánar um líðan hans.

Uppfært 15:30:

Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að björgunarsveitir í Árnessýslu hafi verið kallaðar út um eitt leytið í dag vegna alvarlega veiks manns í fjalllendi í Biskupstungum.

„Aðstæður voru gríðalega krefjandi þannig að óskað var einnig eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar strax í upphafi aðgerðar. Bjögunarsveitarfólk og sjúkraflutningamenn á suðurlandi sinntu manninum á vettvangi bröttum hlíðum og rigningu.“

Þá segir í tilkynningunni að gríðalegt álag hafi verið á björgunarsveitum í Árnessýslu um þessa verslunarmannahelgi og óvenju mikið af alvarlegum útköllum, samkvæmt aðgerðarstjórnendum á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert