Farþegar þyrftu að sitja í strætó

Óheimilt verður að aka með standandi farþega þar sem leyfður …
Óheimilt verður að aka með standandi farþega þar sem leyfður hámarkshraði er yfir 80 km/klst. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það myndi að sjálfsögðu hafa áhrif á ákveðnar leiðir hjá okkur,“ segir Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, um drög sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur lagt fram, um breytingar á reglugerð um öryggis- og verndarbúnað í ökutækjum.

Breytingarnar munu taka gildi frá og með 1. janúar 2019 en í drögunum er gert ráð fyrir að óheimilt verði að aka með standandi farþega þar sem leyfður hámarkshraði er yfir 80 km/klst. Ef af breytingunum verður mun reglugerðin hafa mikil áhrif á vinsælar leiðir utan höfuðborgarsvæðisins.

„Það eru helst tvær leiðir á ákveðnum tímum sem við lendum í að vera með standandi farþega. Það er á leiðinni norður og austur fyrir fjall, svo getur reyndar verið mikil ásókn í Akranesstrætóinn sem stoppar við Esjuna enda oft stórir hópar sem eru á leið í fjallgöngu,“ segir Jóhannes í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert