Alþingi kemur saman 12. september

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis. mbl.is/Golli

„Við hlökkum til að koma saman að nýju og byrja,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis og formaður forsætisnefndar þingsins, en nú stendur yfir tveggja daga sumarfundur nefndarinnar.

„Fundurinn er með hefðbundnu sniði þar sem við skipuleggjum þingdaga, nefndardaga og almenn þingstörf fram á næsta vor. Þingsetning verður 12. september. Degi síðar verður stefnuræða forsætisráðherra og fjárlagafrumvarpið verður lagt fyrir daginn þar á eftir,“ segir Unnur Brá að lokum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert