Hótaði að skjóta fólk vegna vatnsleka

Maðurinn var handtekinn.
Maðurinn var handtekinn.

Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglulið handtók í dag mann í Hafnarfirði sem hafði hótað að skjóta fólk í skrifstofuhúsnæði við Cuxhavengötu við Hafnarfjarðarhöfn. Fjarðarfréttir greindu fyrst frá.

Í frétt Ríkisútvarpsins af málinu kemur fram að maðurinn hefði hringt í Neyðarlínu og tilkynnt um vatnsleka. Fengi hann ekki senda aðstoð vegna lekans myndi hann grípa til skotvopns en atvikið kom upp á þrettánda tímanum í dag.

Í samtali við mbl.is segir Sævar Guðmundsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, að maðurinn hafi ekki hótað fólki í byggingunni með skotvopni heldur aðeins í samtalinu við Neyðarlínu. 

Spurður hvort fólk í bygggingunni hafi orðið vart við lætin segir Sævar að maðurinn hafi átt í orðaskaki við einhverja í byggingunni en ítrekar að hann hafi ekki hótað þeim með skotvopninu. „Þetta er hótun sem hann lét falla þegar hann hringdi í Neyðarlínuna,“ segir Sævar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert