Ný stjórn Bankasýslu ríkisins

Fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið. mbl.is/Ófeigur

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Þrír sitja í stjórninni, sem er skipuð til tveggja ára.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 

Í stjórninni sitja Lárus L. Blöndal, hæstaréttarlögmaður og formaður, Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri og varaformaður og Almar Guðmundsson hagfræðingur. Varamaður er Egill Tryggvason, viðskiptafræðingur.

„Kveðið er á um helstu verkefni og markmið stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins auk þess sem gert er ráð fyrir að starfsemi stofnunarinnar mótist af eigandastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert