Reykjarmökkur barst frá Helguvík

Hér sést hvernig reykinn lagði frá kísilverinu fyrr í dag.
Hér sést hvernig reykinn lagði frá kísilverinu fyrr í dag. Ljósmynd/Haukur Hilmarsson

Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus.

RÚV.is greindi fyrst frá málinu.

Kristleifur Andrésson upplýsingafulltrúi sagði í samtali við mbl.is að um sé að ræða skaðlaust ryk samkvæmt efnagreiningu.

Bilun hafi komið upp í hringekju þannig að reykur hafi ekki farið í afsog, heldur út úr verksmiðjunni. „Þetta er ekki sá reykur sem kemur frá ofninum sem slíkum,“ segir Kristleifur.

Hann segir að viðgerð sé nú lokið.

United Silicon í Helguvík.
United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert