Kortaveltan bendir til að veiking krónu sé enn ekki komin fram í neyslu ferðamanna

Við Sigtún. Grand Hótel er stærsta hótelið hjá Íslandshótelum.
Við Sigtún. Grand Hótel er stærsta hótelið hjá Íslandshótelum. mbl.is/Baldur

Kortavelta á hvern ferðamann dróst saman milli mánaða í júní og júlí þótt gengi krónu gæfi eftir. Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica, segir veikara gengi geta birst í neyslu í haust.

Skiptar skoðanir eru meðal hótelstjóra um þau áhrif sem veiking krónu hefur haft á bókanir. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta-hótels á Íslandi, telur að gengishætta vegna sterks gengis í sumarbyrjun sé að mestu liðin hjá.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, segir bókunum ekki hafa fjölgað eftir að gengið gaf eftir. Umræða um skattahækkanir hafi kostað ferðaþjónustuna milljarða, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinuí dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert