Ferðatöskur fullar af eikarfræjum

Starfsfólk á Mógilsá með eikarplöntur sem verða gróðursettar á sunnudag, …
Starfsfólk á Mógilsá með eikarplöntur sem verða gróðursettar á sunnudag, en þá verður 50 ára afmæli fagnað í rannsóknastöðinni. Frá vinstri: Jóhanna Ólafsdóttir, Juliane Kuckuk, Björn Traustason, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Edda Sigurdís Oddsdóttir, Halldór Sverrisson og Elís Hreiðarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, safnaði ásamt félögum sínum eikarfræjum úr 300 ára gömlum eikarskógi í fjöllunum suðvestan við Göttingen í Þýskalandi.

Hann flutti eikarfræin til Íslands í tveimur ferðatöskum fyrir þremur árum. Á sunnudag verða fræin, sem nú eru orðin að myndarlegum plöntum, gróðursett í sérvöldum reit á Mógilsá. Það verður gert í tilefni af ára afmæli Rannsóknastöðvar skógræktar.

Eikarfræin voru sett í mold þegar þau komu til landsins og sett í músfrítt gróðurhús. Það var gert eftir að plöntunar voru smitaðar með svepprótarsmiti fyrir eikur, að því er fram kemur í umfjöllun um verkefni þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert