Nýtt torg við Hlemm

Borgaryfirvöld stefna að því að leggja bílastæðið sem hér er …
Borgaryfirvöld stefna að því að leggja bílastæðið sem hér er af og skapa nýtt almenningstorg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg.

Þetta verður fjölnota svæði og svæði til útiveitinga í tengslum við matarhöllina sem senn verður opnuð á Hlemmi.

Einnig stendur til að endurvekja vísi að Rauðará, læknum sem fyrr á tíð rann í gegnum Norðurmýrina og til sjávar í Rauðarárvík. Húsið Norðurpóll sem áður stóð við Laugaveg 125 verður eina húsið við torgið samkvæmt skipulagi. Þekktasta vatnsþró borgarinnar stóð norðan við húsið, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert