Ekki tæki langan tíma að loka

Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík.
Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Slökkt var á ofni kísilmálmverksmiðjunnar í Helguvík á miðvikudag. Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, segir ástæðuna vera bilun í búnaði sem stýrir hæð rafskauta í bræðsluofni verksmiðjunnar.

Leiddi bilunin til þess að eitt þriggja rafskauta ofnsins varð óvirkt. Áætlað var að kveikja á ofninum síðastliðna nótt eða í dag. „Við höldum ótrauð áfram og höfum fulla trú á því að hægt verði að koma verksmiðjunni í lag. Auðvitað setur greiðslustöðvunin málið í flókið samhengi en við höldum áfram, bætum það sem þarf að bæta og gefumst ekki upp,“ segir Kristleifur í umfjöllun um verksmiðjuna í Morgunblaðinu í dag.

Bæjarráð Reykjanesbæjar kallaði eftir því á fimmtudag að kísilverksmiðjunni yrði lokað sem allra fyrst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert