Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Það verður ábyggilega tilfinningaþrungin stund að loka dyrum núverandi húsnæðis …
Það verður ábyggilega tilfinningaþrungin stund að loka dyrum núverandi húsnæðis að Neðstutröð og flytja yfir í Hamraborgina en þrír ættliðir hafa starfað í húsinu frá fyrsta degi síðan 1961. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum, ein elsta rakarastofa landsins, flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg.

Stofan var stofnuð af Torfa Guðbjörnssyni árið 1961, fyrst í bílskúr hússins, en undanfarin ár hefur stofan verið rekin í húsinu sjálfu. Torfi er látinn en stofan hefur haldist innan ættarinnar, nánar tiltekið í þrjá ættliði hvern af öðrum.

Andri Týr Kristleifsson, barnabarn Torfa, rekur stofuna í dag en hann tók við keflinu af Gauta Torfasyni föður sínum sem tók við keflinu af Torfa, sem var faðir hans. Kynslóðirnar þrjár náðu að vinna saman á stofunni í eitt ár.

Andri Týr Kristleifsson.
Andri Týr Kristleifsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Þetta er furðulegt fyrir alla, það er svolítið skrýtið að fara úr gamla fjölskylduhúsinu,“ segir Andri Týr í samtali við mbl.is spurður um flutningana. Stofan fer þó ekki langt heldur verður hún áfram í Hamraborginni – Hamraborg 9, þar sem Búnaðarbankinn var lengi til húsa.

„Það er bara það mikið að gera að við þurfum meira pláss. Þótt það sé lúxusvandamál þá er það vandamál eigi að síður að fólk er að lenda í tveggja tíma bið hjá okkur,“ segir Andri um flutningana en til stendur að fjölga stólum úr þremur upp í fimm á nýja staðnum. Þar er gólfpláss þrefalt á við það sem er í núverandi húsnæði svo biðsvæðið stækkar ásamt því að verslun stofunnar verður veglegri.

Spurður hvenær stefnt sé að flutningum segir Andri Týr það verða um mánaðamótin nóvember/desember, fyrir jólatraffíkina.

Feðgarnir Gauti og Andri eru vel þekktir Kópavogsbúum enda annar …
Feðgarnir Gauti og Andri eru vel þekktir Kópavogsbúum enda annar og þriðju ættliðir rakarastofunnar Herramenn sem hefur verið rekin í yfir hálfa öld í sama húsnæðinu í Kópavogi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert