Hlauparar lagðir af stað

Keppendur í 10 kílómetra hlaupi voru hressir í bragði við …
Keppendur í 10 kílómetra hlaupi voru hressir í bragði við upphaf Reykjavíkurmaraþonsins. mbl.is/Árni Sæberg

Keppendur í hálfu og heilu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum.

Uppfært: Þátttakendur í 10 kílómetra hlaupi eru einnig lagðir af stað og það er vægast sagt góð stemning í hópnum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

1.490 munu hlaupa heilt maraþon, 2.963 eru skráðir til leiks í hálfu maraþoni og 6.747 munu hlaupa tíu kíló­metra. 1.835 taka þátt í skemmt­iskokki og tæp­lega 1.200 í furðufata­hlaupi Georgs.

Í dag er spáð 3-8 m/​s og létt­skýjuðu veðri á höfuðborg­ar­svæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlaup­ar­ana sem taka þátt.

Áhuga­verðir tengl­ar:

Dag­skrá Reykja­vík­ur­m­araþons

Úrslitaþjón­usta

Lok­an­ir á göt­um vegna maraþons­ins

Hlaupararnir á leið yfir Tjarnarbrúnna í morgun.
Hlaupararnir á leið yfir Tjarnarbrúnna í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
Þúsundir hlaupara lögðu af stað frá Lækjartorgi í morgun í …
Þúsundir hlaupara lögðu af stað frá Lækjartorgi í morgun í Reykjavíkurmaraþoninu. mbl.is/Árni Sæberg
Hópurinn leggur af stað frá Lækjargötu í morgun.
Hópurinn leggur af stað frá Lækjargötu í morgun. mbl.is/Árni Sæberg
Hlauparar í þúsundavís leggja af stað frá Lækjargötu.
Hlauparar í þúsundavís leggja af stað frá Lækjargötu. mbl.is/Árni Sæberg
Sumir fóru sér að engu óðslega og gengu fyrstu skrefin …
Sumir fóru sér að engu óðslega og gengu fyrstu skrefin í Reykjavíkurmaraþoninu. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert