Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

Natasha Yaremczuk kemur í mark.
Natasha Yaremczuk kemur í mark.

Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.

Hér eru þrír bestu tímar hlaupsins:

  1. Natasha Yaremczuk, CAN, 2:53:25
  2. Amanda Watters, USA, 3:07:10
  3. Laura Couvrette, CAN, 3:08:07

Tími Yaremczuk er 9. besti tími sem náðst hefur í maraþoni kvenna í sögu hlaupsins.

Fyrsta íslenska kona í mark og Íslandsmeistari í maraþoni 2017 var Ásta Kristín R. Parker en hún hljóp á tímanum 3:11:07. Í öðru sæti í Íslandsmeistaramóti kvenna var Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir og í því þriðja Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir.

Skemmtigarður fyrir þátttakendur í Furðufatahlaupi Georgs opnar í Hljómskálagarðinum núna klukkan 13 en krakkarnir verða ræstir af stað klukkan 15 á Skothúsvegi og hlaupa í mark í Lækjargötunni. Skráning í hlaupið er í fullum gangi í tjaldi í suður enda Hljómskálagarðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert