Ísland tvisvar á lista CNN

Seljalandsfoss er ekki sá hæsti en flæði hans er einstakt.
Seljalandsfoss er ekki sá hæsti en flæði hans er einstakt. mbl.is/Rax

Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Listinn telur fjörutíu náttúruperlur ýmissa landa og kemst Noregur einnig tvisvar á listann.

Listinn var fyrst birtur árið 2011 en hefur nú verið uppfærður og endurbirtur.

Í umsögn um Seljalandsfoss segir að það sé ekki alltaf stærðin sem skipti máli. Stórir og miklir fossar geti verið áhrifamiklir en þegar komi að flæði hafi Seljalandsfoss vinninginn.

Í umsögn um Skaftafell segir að landslagið beri þess einkenni að það hafi myndast á milljónum ára í eldsumbrotum. Þar séu ár, fossar og jöklar sem vert sé að skoða á ferð um Ísland.

Listinn í heild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert