Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekinn á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag.

Að sögn lögreglumanns á vakt á Egilsstöðum mældist um þriðjungur þeirra ökumanna sem voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í kringum 130 km hraða og fá þeir því sekt á bilinu 50-70 þúsund fyrir hraðaksturinn.

„Það er spurning hvoru megin við línuna menn lenda,“ segir lögregla og kveður meirihluta þeirra sem stöðvaðir voru hafa verið erlenda ferðamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert