Allt að 34% launahækkun

Opinberir starfsmenn á kjarafundi.
Opinberir starfsmenn á kjarafundi. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Mikið launaskrið er hjá hinu opinbera og hafa laun einstakra hópa hækkað allt að 34% frá 2014.

Til dæmis voru laun rúmlega 400 einstaklinga sem heyra undir kjararáð um 31% hærri í lok mars en að meðaltali árið 2014. Heildarlaun þeirra voru 1.144 þúsund krónur að meðaltali í lok mars. Til samanburðar var verðlag um 5,2% hærra í júlí en það var að meðaltali 2014. Þessar hækkanir eru því langt umfram verðlagsþróun í landinu.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í daeg segir Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, fá dæmi um að opinberir starfsmenn á Íslandi hafi fengi svo mikla kjarabót á svo skömmum tíma. Nýtt skeið sé að hefjast í hagsveiflunni þar sem svigrúm til launahækkana verði minna en það hefur verið síðustu misseri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert