Barnið sat þar sem ráðist var á Birnu

Kia-Rio bifreiðin sem hjónin tóku á leigu eftir að skipverjarnir …
Kia-Rio bifreiðin sem hjónin tóku á leigu eftir að skipverjarnir höfðu verið með hann á leigu.

„Stráknum mínum fannst skrítin lykt í bílnum, en ég tók ekki eftir neinu,“ sagði Freyr Þórðarson, sem leigði rauðu Kia Rio-bifreiðina sem Thomas Møller Ol­sen og Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen höfðu á leigu nóttina sem Birna Brjánsdóttir hvarf, eftir að skipverjarnir skiluðu bílnum.

Freyr og Ólöf Petra Jónsdóttir sambýliskona hans leigðu bílinn mánudagsmorguninn 16. janúar sl. en Birna hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Báru þau bæði vitni fyrir dómi í dag.

Freyr sagðist hafa haft samband við lögreglu strax seinnipartinn á mánudag þegar lögregla óskaði eftir upplýsingum um ferðir bílsins. Lögregla hefði hins vegar ekki sótt bílinn fyrr en á þriðjudagsmorgun. Var bíllinn sóttur að vinnustað Ólafar.

„Það er frekar ógeðslegt“

Þá sagðist Freyr hafa komið barnabílstól sonar síns fyrir í hægra aftursæti bifreiðarinnar. Það er einmitt sá staður þar sem Birna er talin hafa legið þegar ráðist var á hana. „Það ógeðslega við þetta er að ég setti hann einmitt hægra megin aftur í. Það er frekar ógeðslegt,“ sagði Freyr.

Sagðist hann ekki hafa keyrt mikið um á bílnum á meðan þau Ólöf voru með hann á leigu. Hann hafi hins vegar komið við á KFC og gripið sér kvöldmat á mánudeginum. Hann segist hins vegar ekki hafa skoðað bílinn.

Daginn eftir keyrði Ólöf son þeirra á leikskólann og þaðan áleiðis í vinnuna en þangað var bíllinn sóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert