Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

Slökviliðsmenn á Akureyri.
Slökviliðsmenn á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013.

Aðeins 25 sveitarfélög hafa samþykktar brunavarnaáætlanir. Ellefu slökkvilið með starfssvæði í 22 sveitarfélögum hafa ekki lokið við gerð brunavarnaáætlana og í 26 sveitarfélögum eru engar áætlanir í gildi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri,  að nýjar reglugerðir hafi hægt á gerð brunavarnaáætlana. Undir það tekur Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert