Bílhræ skilin eftir á bílastæðum og lóðum

Bílhræ eins og skilið var eftir á lóð Tækniskólans geta …
Bílhræ eins og skilið var eftir á lóð Tækniskólans geta verið hættuleg umhverfinu og mengandi. mbl.is/Árni Sæberg

Verktakar á vegum heilbrigðissviðs Reykjavíkurborgar munu fjarlægja ónýta bifreið sem staðið hefur á bílastæði Tækniskólans – skóla atvinnulífsins við Háteigsveg.

Bifreiðin er í mjög slæmu ástandi, gluggar brotnir og drasl og dót í henni. Meðal annars má sjá sæng í bifreiðinni. Ekki hafa fengist upplýsingar um það hvort einhver haldi til í bílnum.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur gaf eiganda bifreiðarinnar frest til 21. ágúst að fjarlægja bifreiðina. Guðjón Eggertsson, heilbrigðisfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að kvörtun hafi borist vegna bifreiðarinnar 14. ágúst. Hann segir að þar sem bifreiðin gæti verið hættuleg börnum eða mengandi sé það hlutverk borgarinnar að fjarlægja hana, sjái eigandi hennar ekki um það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert