Hópmálsóknin aftur til héraðs

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson. mbl.is/RAX

Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur vegna málsóknar þriggja hópa á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni og vísað málunum aftur til héraðs.

Hæstiréttur hefur jafnframt dæmt Björgólf Thor til að greiða hópunum þremur 600 þúsund krónur hvorum um sig í kærumálskostnað.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur vísaði í júní frá hóp­mál­sókn gegn Björgólfi Thor og var þeim úrskurði skotið til Hæstaréttar Íslansd. 

Dómstólar höfðu áður vísað hópmálsókninni frá á þeirri forsendu að hluthafahópurinn væri ekki nægilega einsleitur.

Þrjú hópmál voru þá höfðuð á hendur Björgólfi þar sem fyrrverandi hluthöfum Landsbankans var skipt upp í hópa eftir því hversu lengi þeir höfðu átt bréf í bankanum.

Stefnendurnir telja að Björgólfur hafi með saknæmum hætti komið í veg fyrir að hluthafar Landsbankans fengju upplýsingar um umfangsmiklar lánsveitingar og einnig að hann hafi brotið reglur um yfirtöku. Hópmálsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert